Klæðskerasniðið og ofurhraðvirkt vefverslunarkerfi
Helsta veftækni
&
Hlutverk
SUPERSTORE
Sveigjanlegt vefverslunarkerfi sem selur!
Það ætti ekki að þurfa meiraprófið til að setja upp lendingarsíðu eða breyta mynd á forsíðu. Superstore er smíðað til að vera einfalt og þægilegt. Fyrirfram skilgreindar einingar með einföldum stillingum eru það sem einkennir kerfið.
Tengingar við birgðakerfi
Tímasparnaður með aukinni sjálfvirkni og samstillingu vara beint úr birgðakerfi á vefinn. Superstore færir þá sjálfkrafa allar upplýsingar frá birgðakerfi og beint í vefverslun. Þessi lausn er því kjörin fyrir þá aðila sem eiga og reka vefverslanir og vilja koma í veg fyrir tvíverknað. Ekki er krafa um að hafa bókhaldskerfi til að nota kerfið.
Myndir
Það er fátt sem hefur jafn afgerandi áhrif á upplifun okkar af vefsvæðum og vefverslunum og myndir. Það er ekki nóg að tryggja að þær séu ekki pixlaðar eða grófkornaðar. Þær þurfa líka að vera nægilega léttar að þær birtist hratt og örugglega á snjalltækjum. Superstore gerir þetta sjálfvirkt í 1:1 hlutföllum (kassalaga)
Sendingarmátar
Pósturinn og Dropp eru innbyggð inn í kerfið og því er leikur einn að selja vörur um allt land. Sendingargjald getur verið reiknað í gegnum vefþjónustur eða handstillt. Einnig er hægt að stilla fría heimsendingu eftir pöntun fer yfir ákveðna upphæð.
Aðgangur viðskiptavina
Hvettu viðskiptavini þína til að endurtaka kaup í vefverslun með því að láta þá búa til aðgang. Einnig er hægt að ganga frá kaupum sem sem gestur og því er ekki krafa um að búa til aðgang.
Tengdar vörur
Kerfið hefur möguleika á að tengja vörur saman til að hvetja viðskiptavini til frekari kaupa með aukinni krosssölu.
Hraði
Þar sem notkun á snjalltækjum hefur margfaldast á undanförnum árum og er síst að minnka, þá skiptir hraði vefsíðna miklu máli. Eins skiptir máli að vefurinn hlaðist upp fallega og örugglega.




