Nýtt!
Klæðskerasniðið "WYSIWYG"

Superstore er sérsniðið fyrir íslenskan markað

Helsta veftækni

&

Hlutverk


SUPERSTORE

Sveigjanlegt vefverslunarkerfi sem selur!

Það ætti ekki að þurfa meiraprófið til að setja upp lendingarsíðu eða breyta mynd á forsíðu. Superstore er smíðað til að vera einfalt og þægilegt. Fyrirfram skilgreindar einingar með einföldum stillingum eru það sem einkennir kerfið.

Tengingar við birgðakerfi

Tímasparnaður með aukinni sjálfvirkni og samstillingu vara beint úr birgðakerfi á vefinn. Superstore færir þá sjálfkrafa allar upplýsingar frá birgðakerfi og beint í vefverslun. Þessi lausn er því kjörin fyrir þá aðila sem eiga og reka vefverslanir og vilja koma í veg fyrir tvíverknað. Ekki er krafa um að hafa bókhaldskerfi til að nota kerfið.

Myndir

Það er fátt sem hefur jafn afgerandi áhrif á upplifun okkar af vefsvæðum og vefverslunum og myndir. Það er ekki nóg að tryggja að þær séu ekki pixlaðar eða grófkornaðar. Þær þurfa líka að vera nægilega léttar að þær birtist hratt og örugglega á snjalltækjum. Superstore gerir þetta sjálfvirkt í 1:1 hlutföllum (kassalaga)

Sendingarmátar

Pósturinn og Dropp eru innbyggð inn í kerfið og því er leikur einn að selja vörur um allt land. Sendingargjald getur verið reiknað í gegnum vefþjónustur eða handstillt. Einnig er hægt að stilla fría heimsendingu eftir pöntun fer yfir ákveðna upphæð.

Aðgangur viðskiptavina

Hvettu viðskiptavini þína til að endurtaka kaup í vefverslun með því að láta þá búa til aðgang. Einnig er hægt að ganga frá kaupum sem sem gestur og því er ekki krafa um að búa til aðgang.

Tengdar vörur

Kerfið hefur möguleika á að tengja vörur saman til að hvetja viðskiptavini til frekari kaupa með aukinni krosssölu.

Hraði

Þar sem notkun á snjalltækjum hefur margfaldast á undanförnum árum og er síst að minnka, þá skiptir hraði vefsíðna miklu máli. Eins skiptir máli að vefurinn hlaðist upp fallega og örugglega.

Veftækninni fleytir fram og hafa sérfræðingar Kaktus verið að þróa áfram sjónrænt skapalón þar sem hægt er að endurnýta allar einingar og fjölfalda með einföldum og skjótum hætti. Því má segja að um græna stafræna lausn sé að ræða. Tæknina köllum við Kaktus Blocks.
Hvað er Kaktus Blocks?
Endurnýtanlegar einingar
Endurnýtanlegar einingar
Kaktus Blocks má líkja við sérsniðna legókubba sem búið er til í React eða Vue. Þegar búið er að smíða einingarnar þá eru þær fluttar inn í vefumsjónarkerfið þar sem vefteymið þitt hefur auðvelt aðgengi að til að byggja upp síður á leifturhraða.
Sjónræn framsetning
Sjónræn framsetning
Lausnin er svokölluð WYSIWYG (What You See Is What You Get), en það þýðir að hún lítur eins út í framenda og vefritli.
Hvernig virkar Kaktus Blocks?
Notaðu ímyndunaraflið
Notaðu ímyndunaraflið
Kaktus Blocks er skapandi kerfi þar sem hægt er að breyta og bæta öllum helstu atriðum. T.d. birting mynda, litir, textagerð og smíða heilu síðurnar á “núll-einni”. Hægt er að sérsníða einingar eftir þörfum.
Klæðskerasniðið WYSIWYG
Klæðskerasniðið WYSIWYG
Styður vel við stærra safn veflausna eins og t.d. fjölsíðukerfi (e. multisite) þar sem hægt er að nýta einingar milli vefsíðna svo lengi sem síðurnar eru smíðaðar í sama kerfi.
Góð upplifun í öllum tækjum
Góð upplifun í öllum tækjum
Með tilkomu nútíma veflausna er nauðsynlegt að hugsa fyrir jákvæðri upplifun notenda í öllum tækjum. Allar eininingar í Kaktus Blocks eru skalanlegar fyrir hefðbundnar far- og borðtölvur, snjallsíma og spjaldtölvur.

Fleiri verkefni

medio
medio

Medio

Rafrænt útibú fyrir apótekið þitt

arena
arena

Arena

Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi

lyfjaver
lyfjaver

Lyfjaver

Tæknivæddasta apótek landsins

hafnartorg
hafnartorg

Hafnartorg

Hjarta miðborgarinnar

flow
flow

Kaktus Flow

Netverslunarkerfi fyrir íslenskan markað

mms
mms

MMS

Kennslubókakerfi fyrir grunnskólanemendur

byggingarreglugerd
byggingarreglugerd

Byggingarreglugerð

Ofurleit í leit að fleiri tækifærum

felagakerfi
felagakerfi

Félagakerfi

Gagngert til að spara stéttarfélögum tíma í umsýslu

nola
nola

Nola

Leiðandi snyrtivöruverslun

mii
mii

Mi Iceland

Bráðsnjallar vörur

bmvalla
bmvalla

BM Vallá

Í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja