Medio

Rafrænt útibú fyrir apótekið þitt

Hlutverk


Medio auðveldar fólki að kaupa lyfseðilsskyld lyf rafrænt og eykur valmöguleika í afhendingu. Fólk getur þá greitt fyrir og valið afgreiðslumáta um leið. Fólk getur valið um að sækja í ákveðið apótek, fá sent heim eða sótt á pósthús eða póstbox. Tilgangur Kaktus með smíði á Medio, er að gera öllum apótekum, stórum sem smáum, kleift að selja öll lyf á netinu – viðskiptavinum til þæginda.
left-1

Hið fullkomna stjórnborð

Í stjórnborði Medio ertu með ítarlegt yfirlit yfir stöðu pantana og uppflettingu í lyfjaverðskrá. Sterk aðgangsstýring tryggir að viðkvæm gögn komast ekki í rangar hendur.

left-2

Öryggi upplýsinga

Öryggi er grunnstoð Medio og unnið er eftir öllum helstu öryggisstöðlum. Notast er við rafræna auðkenningu í gegnum island.is og farið er eftir persónuverndarlögum GDPR.

right-1

Fullbúin vefverslun

Verslunin er bæði notendavæn og söludrifin. Þegar notendur panta vörur þá flæða þær í gegnum Medio og niður í birgðarkerfi. Kerfið gefur því yfirsýn yfir lyfjapantanir og er að fullu sjálfvirkt.

right-2

Einföldun á flóknum ferlum

Medio styttir bæði lyfjafræðingum og notendum sporin. Þegar læknir hefur skrifað upp á lyfseðil fer hann inn í lyfseðlagátt landlæknis.

  • Við innskráningu notanda sækir Medio lyfseðla beint úr lyfseðlagátt.
  • Verð á lyfjum eru síðan sótt til Sjúkratrygginga Íslands og birt notanda.
  • Viðskiptavinir geta því pantað lyfseðla í kerfinu hnökralaust og séð yfirlit yfir pantanir sínar.
  • Lyfjafræðingar geta í framhaldinu afgreitt pantanir í afgreiðslukerfi Medio.
  • Medio sendir sjálfkrafa tilkynningu til notanda þegar pöntun er tilbúin til afhendingar.
Reiknistofa
Reiknistofa
Þróun Medio er unnin af sérfræðingum í hugbúnaðarþróun, sem sérhæfa sig í smíði stærri vefkerfa. Medio er samstarfsverkefni Reiknistofu Apótekanna (RXA) og Kaktus Kreatives.

Fleiri verkefni

superstore
superstore

Superstore

Tilbúin vefverslun fyrir þig

lyfjaver
lyfjaver

Lyfjaver

Tæknivæddasta apótek landsins

hafnartorg
hafnartorg

Hafnartorg

Hjarta miðborgarinnar

sporthusid
sporthusid

Sporthúsið

Líkamsræktarstöð í heimsklassa

mms
mms

MMS

Kennslubókakerfi fyrir grunnskólanemendur

byggingarreglugerd
byggingarreglugerd

Byggingarreglugerð

Ofurleit í leit að fleiri tækifærum

felagakerfi
felagakerfi

Félagakerfi

Gagngert til að spara stéttarfélögum tíma í umsýslu

bmvalla
bmvalla

BM Vallá

Í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja