Medio

Rafrænt útibú fyrir apótekið þitt

Hlutverk


Medio auðveldar fólki að kaupa lyfseðilsskyld lyf rafrænt og eykur valmöguleika í afhendingu. Fólk getur þá greitt fyrir og valið afgreiðslumáta um leið. Fólk getur valið um að sækja í ákveðið apótek, fá sent heim eða sótt á pósthús eða póstbox. Tilgangur Kaktus með smíði á Medio, er að gera öllum apótekum, stórum sem smáum, kleift að selja öll lyf á netinu – viðskiptavinum til þæginda.
left-1

Hið fullkomna stjórnborð

Í stjórnborði Medio ertu með ítarlegt yfirlit yfir stöðu pantana og uppflettingu í lyfjaverðskrá. Sterk aðgangsstýring tryggir að viðkvæm gögn komast ekki í rangar hendur.

left-2

Öryggi upplýsinga

Öryggi er grunnstoð Medio og unnið er eftir öllum helstu öryggisstöðlum. Notast er við rafræna auðkenningu í gegnum island.is og farið er eftir persónuverndarlögum GDPR.

right-1

Fullbúin vefverslun

Verslunin er bæði notendavæn og söludrifin. Þegar notendur panta vörur þá flæða þær í gegnum Medio og niður í birgðarkerfi. Kerfið gefur því yfirsýn yfir lyfjapantanir og er að fullu sjálfvirkt.

right-2

Einföldun á flóknum ferlum

Medio styttir bæði lyfjafræðingum og notendum sporin. Þegar læknir hefur skrifað upp á lyfseðil fer hann inn í lyfseðlagátt landlæknis.

  • Við innskráningu notanda sækir Medio lyfseðla beint úr lyfseðlagátt.
  • Verð á lyfjum eru síðan sótt til Sjúkratrygginga Íslands og birt notanda.
  • Viðskiptavinir geta því pantað lyfseðla í kerfinu hnökralaust og séð yfirlit yfir pantanir sínar.
  • Lyfjafræðingar geta í framhaldinu afgreitt pantanir í afgreiðslukerfi Medio.
  • Medio sendir sjálfkrafa tilkynningu til notanda þegar pöntun er tilbúin til afhendingar.
Reiknistofa
Reiknistofa
Þróun Medio er unnin af sérfræðingum í hugbúnaðarþróun, sem sérhæfa sig í smíði stærri vefkerfa. Medio er samstarfsverkefni Reiknistofu Apótekanna (RXA) og Kaktus Kreatives.

Fleiri verkefni

superstore
superstore

Superstore

Tilbúin vefverslun fyrir þig

arena
arena

Arena

Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi

lyfjaver
lyfjaver

Lyfjaver

Tæknivæddasta apótek landsins

hafnartorg
hafnartorg

Hafnartorg

Hjarta miðborgarinnar

flow
flow

Kaktus Flow

Netverslunarkerfi fyrir íslenskan markað

mms
mms

MMS

Kennslubókakerfi fyrir grunnskólanemendur

byggingarreglugerd
byggingarreglugerd

Byggingarreglugerð

Ofurleit í leit að fleiri tækifærum

felagakerfi
felagakerfi

Félagakerfi

Gagngert til að spara stéttarfélögum tíma í umsýslu

nola
nola

Nola

Leiðandi snyrtivöruverslun

mii
mii

Mi Iceland

Bráðsnjallar vörur

bmvalla
bmvalla

BM Vallá

Í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja