Nýtt!
Klæðskerasniðið "WYSIWYG"

Ekki smíða síður, smíðaðu einingar

Helsta veftækni

&

Hlutverk


Veftækninni fleytir fram og hafa sérfræðingar Kaktus verið að þróa áfram sjónrænt skapalón þar sem hægt er að endurnýta allar einingar og fjölfalda með einföldum og skjótum hætti. Því má segja að um græna stafræna lausn sé að ræða. Tæknina köllum við Kaktus Blocks.
Hvað er Kaktus Blocks?
Endurnýtanlegar einingar
Endurnýtanlegar einingar
Kaktus Blocks má líkja við sérsniðna legókubba sem búið er til í React eða Vue. Þegar búið er að smíða einingarnar þá eru þær fluttar inn í vefumsjónarkerfið þar sem vefteymið þitt hefur auðvelt aðgengi að til að byggja upp síður á leifturhraða.
Sjónræn framsetning
Sjónræn framsetning
Lausnin er svokölluð WYSIWYG (What You See Is What You Get), en það þýðir að hún lítur eins út í framenda og vefritli.
Hvernig virkar Kaktus Blocks?
Notaðu ímyndunaraflið
Notaðu ímyndunaraflið
Kaktus Blocks er skapandi kerfi þar sem hægt er að breyta og bæta öllum helstu atriðum. T.d. birting mynda, litir, textagerð og smíða heilu síðurnar á “núll-einni”. Hægt er að sérsníða einingar eftir þörfum.
Klæðskerasniðið WYSIWYG
Klæðskerasniðið WYSIWYG
Styður vel við stærra safn veflausna eins og t.d. fjölsíðukerfi (e. multisite) þar sem hægt er að nýta einingar milli vefsíðna svo lengi sem síðurnar eru smíðaðar í sama kerfi.
Góð upplifun í öllum tækjum
Góð upplifun í öllum tækjum
Með tilkomu nútíma veflausna er nauðsynlegt að hugsa fyrir jákvæðri upplifun notenda í öllum tækjum. Allar eininingar í Kaktus Blocks eru skalanlegar fyrir hefðbundnar far- og borðtölvur, snjallsíma og spjaldtölvur.