Leifturhröð og ofurklár leitarvél

Hlutverk


Algolia er dýnamískt leitarvélakerfi sem birtir upplýsingar í rauntíma. Tæknin byggir á gervigreind og getur leitin með mikilli nákvæmni áætlað hverju notendur leita að (e. discovery) og einnig komið með tillögur (e. recommendations). Leitin hentar því einkar vel fyrir þá sem t.d. reka netverslun og vilja auka tekjur.
Algolia leitin er tæknilega framúrskarandi
Hversu hröð er Algolia leitarvélin?
Hversu hröð er Algolia leitarvélin?
Leifturhröð. Leitarniðurstöðurnar taka allt frá 1 til 20 millisekúndur í úrvinnslu. Að því sögðu þá fer leitarhraði auðvitað eftir því hversu “þung” gögnin eru hverju sinni og hversu nákvæm leitin á að vera. Hraði skiptir gríðarlegu máli í upplifun notenda og t.d. fann Amazon það út að fyrir hverja 100ms sem netverslunin “tefur” fyrir notanda þá kostar það 1% í mögulegri sölu. Við sjáum það einnig að því öflugri sem leitin er, því minna verður vægi hefðbundinna valmyndinna, þ.e. sú staðreynd að notendur nenni ekki lengur að finna vörur með því að þræða sig í gegnum valmyndina.
Hverjir eru að nota Algolia leitarvélina?
Hverjir eru að nota Algolia leitarvélina?
Algolia leitarvélin hefur vaxið gríðarlega á síðustu misserum og eru viðskiptavinir þess allt frá minni frumkvöðlafyrirtækjum yfir í stærri fyrirtæki í hinum ýmsu iðnuðum. Notendur Algolia spanna yfir 80 lönd. Við sjáum mikil tækifæri í því að nýta Algolia í heimi framsækinna netverslana.
Virkar Algolia með netverslunum?
Netverslun í hauslausum arkitektúr
Netverslun í hauslausum arkitektúr
Með Algolia má búast við að viðskiptavinir muni upplifa mun meiri hraða og að leitarvélin finni raunverulega það sem notendur eru að leita að. Hún verður einnig betri með tímanum og lærir inn á leitarhegðun notanda og viðskiptavina.
Með hvaða netverslunarkerfum virkar Algolia?
Með hvaða netverslunarkerfum virkar Algolia?
Algolia styður öllu helstu netverslunarkerfin allt frá WooCommerce og Shopify yfir í Magento og Salesforce. Svo er jafnframt Algolia hentugt í sérsmíði og höfum við verið að nýta leitarvélina inn í netverslunarkerfið okkar, Kaktus Superstore.
Hvað kostar Algolia?
Hvað kostar Algolia?
Hægt er að setja upp frían prufuaðgang en fyrir hefðbundna útgáfu af Algolia þá miðast verðið við fjölda leitarbeiðna. T.d. fyrir hver 1.000 köll og/eða hver 1000 stök í leitarskrá (e. index), það er 10.000 vörur eru þá kostar það u.þ.b 10$-15$ á mánuði + allar leitir þar á eftir. Sjá frekari upplýsingar á www.algolia.com/pricing/