Um Okkur

Blogg

Hafðu Samband

Vefverslun

Hvað kostar verslun á netinu?

Birgir Hrafn Birgisson
Höfundur

Birgir Hrafn Birgisson

Dagsetning

Les tími

5 min

Ég fæ þessa spurningu oft…”Hvað kostar vefverslun?” Án þess að hætta sér í að svara slíkri spurningu að þá spyr ég tilbaka… “Hvað kostar að fara til útlanda?” Þú getur nefnilega farið til í stutta ferð til frænda okkar í Hoyvík í Færeyjum, leigt þér Toyota Auris og gist í tjaldi eða tekið fjölskylduna með í lengri ferð til Toskana á Ítalíu, leigt Ferrari og dvalið á fimm stjörnu hóteli. Forsendur & tilgangur skiptir því auðvitað máli þegar á að áætla slík verkefni og því er ekki hægt að gefa tölu nema vita meira. Hér eru 8 lykilatriði sem skapa skilvirka vefverslun og ber að hafa í huga við smíði og/eða áframhaldandi þróun.

Slideshow image
Slideshow image
Slideshow image
Slideshow image
Slideshow image
1

Vörur

Grunnstoð

Ekkert er meira pirrandi í vefverslunarleiðangri en að leita að vöru og finna hana ekki strax. Uppseld?Vara ekki til í verslun? Tímaeyðsla. Notendavæn vörusía, vöruleit og/eða skilvirk uppsetning á vöruyfirliti & vörusíðu er grunnurinn að skilvirkri vefverslun.

2

Birgðakerfi

Hérinn eða skjaldbakan

Ertu með vörustýringuna (birgðir) í gegnum; AX, NAV, DK, Concorde o.s.frv.? Aldur birgðakerfisins getur fælt frá og reynist oftar en ekki einn af stóru liðunum í verkáætlunum. Óvissa. Arfleifð. Áhætta. Það er einfaldlega vegna þess að það er oftast tímafrekara að tengja sig við þessi eldri kerfi.

3

Umsjónarkerfi Vefverslunar

Vefverslunarumsjónarkerfi

Hvernig á svo að sjá um vefverslunina? Shopify, Woocommerce, Magento, Open Cart eða jafnvel sérsmíði. Á að huga að sölu á erlendum markaði? Vel ígrunduð ákvörðun í þessum efnum eykur líkur á skilvirkri vefverslun.

4

Hauslaus Arkitektúr

Er grunnkerfið, vefumsjónarkerfið & veflausnin böndlað saman í einn graut? Hauslaus arkitektúr “slítur í sundur” og aðgreinir þessa þætti. Slík uppsetning getur sparað fjármuni til langstíma en getur verið tæknilega flókin.

5

Mínar síður

& notendur

Notendur gera enn ríkari kröfu á vefverslanir að geyma notendaupplýsingar sem geta sparað tíma. Mínar síður er í grunninn þjónustulag þar sem notendur geta sótt upplýsingar og afgreitt ýmis erindi eins og t.d. séð yfirlit yfir pantanir, geta sett pantanir í áskrift, skoðað reikninga o.s.frv.

6

Kaupferlið

Hraði. Útlit. Öryggi.

Skilvirk vefverslun flýtir fyrir í kaupferlinu og man grunnupplýsingar notenda. Amazon fann það út að fyrir hverja 100ms sem notandi bíður, þá kostar það 1% í sölu. Hraði & einfaldleiki einkennir öfluga vefverslun.

7

Tölfræðitól

Hlutlægt mat. GDS.

Hið hlutlæga (tölur og rök) skipta sköpum í því að mæla árangur. Lykilatriði í skilvirkri vefverslun er að setja upp tölfræðitól sem mælir notendahegðun ásamt því að veita yfirgripsmikið yfirlit yfir vörur. Hvað er að seljast vel og illa? Virkaði herferðin? Google Data Studio (GDS) er líklegt til vinsælda.

8

Facebook & Instagram Verslun

Sjálfvirknivæðing.

Af hverju að vera með eina verslun þegar þú getur verið með þrjár? Vefverslanir eiga að vera “smart”. Einstaka vefverslanir ganga skrefinu lengra og sjálfvirknivæða allt ferlið, þ.e. um leið og vara bætist við og/eða breytist þá uppfærist hún sjálfkrafa á Facebook & Instagram. Sýnileiki.

Birgir Hrafn Birgisson

Birgir Hrafn Birgisson

[email protected]

Deila

Beautiful Kaktus