Um Okkur

Blogg

Hafðu Samband

Vefspáin 2020

8 Atriði sem við munum sjá í vefþróun á árinu 2020.

Birgir Hrafn Birgisson
Höfundur

Birgir Hrafn Birgisson

Dagsetning

Les tími

5 min

Slideshow image
Slideshow image
Slideshow image
Slideshow image
Slideshow image
1

FRAMSÆKIÐ VEFAPP ↑

PWA

PWA (Progressive Web App) er framsækið að því leitinu til að það býr yfir eiginleikum sem eru sambærilegir þeim sem bæði veflausnir hafa upp á að bjóða sem og hefðböndin öpp - s.s. það fyrsta sinnar kynslóðar! Meðal kosta PWA er tilkynningavirkni og stuðningur við notendur án nettengingar en helst má nefna mun minni tíma í uppsetningu, uppfærslur og útgáfuferli.

2

AFKASTAGETA ↑

OPNA HÚDDIÐ ↑

Á árinu 2020 munu fleiri “opna húddið” í þeim skilningi að ráðast með skilvirkari hætti í þær aðgerðir sem bæta afkastagetu (t.d. hraða) og þurfa ekki endilega að endurspegla útlit veflausna. Google Lighthouse er kjörið tól til þess að kafa dýpra.

3

STAFRÆN RÁÐGJÖF ↑

SÉRVIRKNI ↓

Á tímum óvissu og í niðursveiflu hætta fyrirtæki sér jafnan ekki í áhættumeiri verkefni. Þá er sérvirkni/sérsmíði á undanhaldi. Fyrirtæki ráðast í mun ítarlegri greiningar áður en þau demba sér í hið óþekkta. Er kerfið nú þegar til? Getum við nota hluta af því og byggt ofaná? Aukið aðhald í rekstri þýðir jafnframt að stafræn ráðgjöf mun vaxa.

4

WCAG 2.1

AÐGENGISMÁL ↑

Á árinu 2020 koma ný viðmið/reglur út frá WCAG (Web Content Accessibility Guidelines), nánartiltekið stig AAA í nýjustu útgáfu WCAG 2.1. Þar eru fjölmörg atriði sem ber að ráðast í eins og t.d. stærðir á texta, leturpláss, liti o.fl. Við munum sjá nýjar útfærslur af fyrrnefndu þar sem notendur geta stillt sitt eigið útlit á veflausnum á mun skilvirkari máta.

5

WORDPRESS CMS ↑

VEFUMSJÓNARKERFI

Það eru sterk tengsl milli vinsælda vefumsjónarkerfa og hversu mikið forritarar geta “leikið sér” með þau. Wordpress sem CMS hefur vaxið gríðarlega síðustu misseri og nú eru forritarar farnir að sjá tækifærin í því að nota “framúrstefnulega” tækni byggða á Wordpress. Í því samhengi má nefna Gutenberg, React, Gatsby og GraphQL.

6

FJÖLSÍÐUR ↑

UPPSETNING

Þau fyrirtæki sem eru með fleiri en eina vefsíðu munu sjá hag sinn í að einfalda umsýsluna töluvert. Því fleiri vefsíður, því mikilvægara. Fyrirtækin munu koma til með að nota svokallaða fjölsíðu uppsetningu (e. multi-site). Það þýðir ein uppsetning fyrir allar vefsíðurnar sem leiðir til minna viðhalds (eins og uppfærslur) og minni þróunarkostnaðar, þar sem hægt væri að samnýta virkni og/eða útlit á milli veflausna.

7

FACEBOOK & INSTAGRAM

VEFVERSLUN ↑

Nú er hægt að nýta sér getu öflugra vefverslanakerfa eins og Woocommerce & Shopify til þess að selja vörur á Facebook og Instagram. Í rauninni er hægt að gera allt í dag nema klára síðasta skrefið, þ.e. sjálfa söluna. Þú getur tengt vörugrunninn beint við þessi platform og birt vöruna, vörulýsingu, verð, etc. en svo dettur notandinn inná þína vefsíðu til að klára kaupin. Ég spái því að Facebook muni opna fyrir greiðslumöguleika á árinu 2020.

8

SJÁLFVIRKNI ↑

AI

Notkun á sjálfvirknitólum eins og Zapier mun aukast á árinu 2020. Fyrirtækin munu leita uppi þessa handvirku ferla sem hægt er losa sig við. Með sjálfvirkni er hægt að tengja flest þau tól & tæki sem fólk í hugbúnaðaþróun notar. Það mun hafa í för með sér tímasparnað og aukið öryggi.

9

KAFFI & HUGMYNDASPJALL

Þar sem ég er 90% pera (skv. belbin) er við hæfi að segja að ég þrífist á hugmyndum. Mér finnst fátt betra en kaffi & hugmyndaspjall. Sendu mér línu ef þú hefur áhuga á að spjalla, styrkja tengslanetið og drekka gott kaffi. Aldrei að vita nema að eitthvað sniðugt komi út úr því! [email protected]

Birgir Hrafn Birgisson

Birgir Hrafn Birgisson

[email protected]

Deila

Beautiful Kaktus