Um Okkur

Blogg

Hafðu Samband

Vefpíramídinn

Hugmyndin er að styðjast við hugmyndafræði Abraham Maslows og byggja upp svokallaðan Vefpíramída

Birgir Hrafn Birgisson
Höfundur

Birgir Hrafn Birgisson

Dagsetning

Les tími

6 min

Vefpíramídinn

Þar sem ég er 90% pera skv. Belbin og sprengfullur af misgáfulegum hugmyndum þá datt mér mér í hug dáldið “sniðugt”. Hugmyndin er að styðjast við hugmyndafræði Abraham Maslows og byggja upp svokallaðan Vefpíramída™️. Eins og flestir vita þá gengur Þarfapíramídi Maslow’s út á að forgangsraða þörfum okkar eftir mikilvægi. Þar er gott að spyrja sig spurninga oft í tengslum við þarfir: Þarf ég þetta virkilega? Er eitthvað annað sem skiptir meira máli? Kemst ég af án þessa?

 

Sama er hægt að gera með veflausnir. Ég ætla því að gera heiðarlega tilraun til að brjóta upp veflausnir í sex flokka og fjalla um þá. Byrja á grunnflokkunum þrem sem eru byggðir upp á hlutlægu mati og þeir seinni þrír á því huglægu.

 

ATH! Áður en þú metur hvar þín veflausn á heima í þessum sex skrefum að þá er gott að nefna það að Vefpíramídinn™️ er einungis til viðmiðunar og byggt á mínum persónulegu skoðunum í bland við hugmyndafræði Abraham Maslow. Varist eftirlíkingar!

ATH2! Hugtakið Vefpíramídinn™️ er ekki “trademarkað” í alvöru – bara lélegur húmor!

Vefpíramídinn Neðri Hluti
1

Hagnýt

Er lykilvirkni til staðar á veflausninni? Er veftré, síður, hnappar, valmynd, fótur, haus, og skrollvirkni í lagi? Virka lausnin í öllum helstu vöfrum?

2

Áreiðanleg

Er hægt að reiða sig á veflausnina? Að lausnin sé uppi, hraði, öryggi, form, leit og sía virki. Að lausnin sé skalanleg í síma & spjaldtölvu. 

3

Nothæf

Hér mætir forritunin UX hlutanum. Hér skiptir máli að hagnýt viðmið séu við lýði (e. best practise), þ.e. er verið að þjappa öllum gögnum (myndir, css, js)? Er verið að nota nýjustu staðla & viðmið á borð við FI, FMP og TTI?  

Vefpíramídinn efri hluti
1

Þægileg

Finna notendur það sem þeir eru að leita að? Eru væntingar notenda farnar að mæta notkun á lausninni? Hér erum við að tala um notendaupplifun á síðunni, hvernig notendur upplifa flæðið á síðunni. Þessi hluti snýr meira að hönnun. Eru aðgengismál, litaval, efni, fontar, myndanotkun, þ.e. almennur fílingur á síðunni í lagi?

2

Skemmtileg / Áhugaverð

Líður mér vel á síðunni? Er hún öðruvísi skemmtileg? Er hún þess virði að notendur deila henni óumbeðnir? Notendaupplifunin er sterk á þessu stigi. Á slíkum lausnum má finna t.d. fallegar hreyfimyndir, vingjarnlegar beiðnir, vandað myndefni í hæðsta gæðaflokki, jafnvel hljóð til stuðnings við notendur, leiðbeiningar ef þú ert nýr notandi eða ný virkni poppar upp.

3

Framúrskarandi

Á þessu stigi elska hreinlega notendur veflausnina. Hún býr yfir framúrskarandi virkni & hönnun og tikkar í öll boxin - s.s. er með eh X-faktor yfir aðrar lausnir. Hér er verið að vinna úr ýmiskonar vef- og notendaprófunum & veftölfræði til þess að fulkomna öll lítil smáatriði sem snerta notendur og upplifun þeirra. Svona lausnir lifa lengur en aðrar þar sem það er stanlaust verið að reyna að gera betur. #kaizen

Abraham Maslow
Birgir Hrafn Birgisson

Birgir Hrafn Birgisson

[email protected]

Deila

Beautiful Kaktus