Um Okkur

Blogg

Hafðu Samband

Vafrar

Nýjasta tölfræðin um vafranotkun á Íslandi!

Birgir Hrafn Birgisson
Höfundur

Birgir Hrafn Birgisson

Dagsetning

Les tími

2 min

Vefvafratölfræðitólið Statcounter heldur uppi tölfræði yfir notkun á öllum helstu vöfrunum. Ég tók saman nokkra áhugaverða punkta ef horft er á allt síðasta ár.

Vafrar
1

Google Chrome

Google Chrome er kóngurinn í kastalanum þessa stundina með 63,69% markaðshlutdeild á alþjóðavísu en 58,31% ef miðað er við Ísland. Google Chrome heldur áfram að vaxa hægt og rólega á kostnað minni vafra.

2

Safari

Safari notkun er 8% meiri á Íslandi ef borið er við notkun á heimsvísu eða 23,2% (Íslands) vs. 15,15% (Alþjóðavísu). Safari tekur bróðurpartinn af markaðshlutdeildinni af Chrome. Ástæðan er líkast til hversu efnahagslega vel stæð við erum á Íslandi sbr. kaup á dýrari Apple vörum [tölvur og símar].

3

Internet Explorer

Internet Explorer (IE) var, eins og flestir vita, lengi vel mest notaði vafrinn með 95% markaðshlutdeild um 2003 en er statt í dag með aðeins 1,32%.

4

UC Web

Skemmtilegasti vafrinn að fylgjast með næstu misserin verður líklega UC Web vafrinn sem þróaður er af þeim sem eiga Alibaba og er aðallega fyrir Asíumarkað. Þar eru alls konar nýjungar en mér skilst að þeir séu að leiðinni í heimsyfirráð og séu að dæla fjármunum í þróun.

Birgir Hrafn Birgisson

Birgir Hrafn Birgisson

[email protected]

Deila

Beautiful Kaktus