Um Okkur

Blogg

Hafðu Samband

Skipulag

8 ástæður fyrir því að öflugt skipulag skilar árangri í hugbúnaðarþróun

Birgir Hrafn Birgisson
Höfundur

Birgir Hrafn Birgisson

Dagsetning

Les tími

2 min

Verkefnastjórnun er skilgreind sem áætlun, skipulagning, eftirlit með og stýring á öllum þáttum verkefnis og stjórnun og forysta allra hlutaðeigandi aðila til að ná markmiðum verkefnisins örugglega og innan samþykktra viðmiða fyrir tíma, kostnað, umfang og frammistöðu/gæði. Öflugt skipulag eykur líkur á árangri. Því setti ég saman 8 skipulagsatriði sem ég tel skipta máli í hugbúnaðarþróun.

 

Því setti ég saman 8 skipulagsatriði sem ég tel skipta máli í hugbúnaðarþróun.

Slideshow image
Slideshow image
Slideshow image
Slideshow image
Slideshow image
1

Samskiptaleiðir

Einfalt. Þægilegt.

Samskiptaleiðir verða að vera skilvirkar. Geta náð á viðeigandi aðila á réttum tíma. Án “truflana”. Mikilvægt er að setja upp samskiptaleiðarvísi. Skilgreina t.d. hvenær dags er "fókus" tími? Hvenær og hvar má hafa samband?

2

Markmið

Ég veit hvað á að gera

Hlutur af skilvirku skipulagi er að hver og einn viti hvert hlutverk þeirra er innan heildarinnar. Góð leið til að halda sér á tánum er að skipuleggja morgundaginn í dag. Taka síðustu 30 mínútur dagsins í “sjálfskipulag”. #30min.

3

Frumgreiningar

Nauðsyn

Áhættugreiningar. Hagsmunaaðilagreiningar. Notendagreiningar. Vefgreiningar. Frumgreiningar á byrjunastigi verkefna koma augum á lykilatriði sem gætu haft áhrif á framvindu verkefna. Ekki sleppa þeim.

4

Fundir

Tala minna. Hlusta meira.

Farðu á fund ef skýr tilgangur er til staðar. Styttu fundartímann niður í 30 mín. Skeiðklukka. Taktu niður aðgerðarpunkta. Settu ábyrgðarmann og tímaramma. Færðu alla fundi á fimmtudaga. Fókus.

5

Stökkbrettið

Jöfna vinna út verkefnið

Verkefni hafa þá tilhneigingu að stigamagnast í lokin og mynda nokkurs konar “stökkbretti”. Mikilvægt er að skipuleggja á öllum stigum verkefnisins. Aðhald og yfirsýn vinnur stress og óþarfa álag.

6

Mistök

Lærdómur

Ekkert verkefni er fullkomið. Allir gera mistök. Færri læra af þeim. Í hugbúnaðarþróun er nauðsynlegt að líta yfir farin veg og rýna í verkáætlanir og tímalínu. Safna í reynslusarpinn. Sú vinna skilar sér margfalt í komandi verkefni.

7

Potturinn

Án tækni. Augliti til auglitis

Hvergi er betra að hugsa en í heitapottinum. Engar tilkynningar. Friður. Fullur fókus með eigin hugsunum. Taktu teymið með á stað þar sem tækni truflar ekki einbeitingu. Frábær leið til að bæta samskipti og kynnast fólki betur.

8

GIST

Ný leið í skipulagi

Allt er breytingum háð. GIST er skipulagstækni sem byggir á markmiðum og hugmyndum sem brotin eru niður í tímabil (3 mán) og verkefni útbúin útfrá þeim. GIST kemur í veg fyrir að við hugsum “frammúr” okkur. Því fylgir aukin óvissa.

Birgir Hrafn Birgisson

Birgir Hrafn Birgisson

[email protected]

Deila

Beautiful Kaktus