Um Okkur

Blogg

Hafðu Samband

Nýr ofurkraftur í hugbúnaðarþróun?

Þessi örpistill er byggður á raunverulegum atburðum. Leikið að hluta!

Birgir Hrafn Birgisson
Höfundur

Birgir Hrafn Birgisson

Dagsetning

Les tími

5 min

Fókus

Það er ný ofurhetja að ryðja sér til rúms á skrifstofunni. Ofurhetja sem býr yfir þeim eiginleikum að geta stöðvað tíma og unnið öll heimsins verkefni innan þess tímaramma sem hún kýs. Ofurhetjan fer ávallt framúr væntingum og er undirbúin fyrir gjörsamlega alla fundi. Engar hálfkláraðar skýrslur, né tölvupóstar. Fer á dýptina varðandi allt sem fáir nenna að pæla í sbr, GDPR, gæðahandbækur & skilmála, sem og aðgengismál. Hún þekkir tölurnar út og inn. Kann ársskýrslur fyrirtækisins utanbókar. Er hin mannlega Google vinnustaðarins. Á sama tíma þá fer hún í ræktina 5x í viku, í hádegishléinu! #meðetta

 

Hvernig fer ofurhetjan eiginlega að þessu? Hvaða krafta býr hún yfir sem við hin höfum ekki? Rólegur gjamli – er þetta virkilega hægt?

 

Ég rakst á skemmtilegt orðatiltæki nú á dögunum sem nær vel utan um það sem ég er að pæla ákkurat núna. “The only way to do a thing is to do it”. Þessi ofurhetja sem ég lýsti hér að ofan býr yfir þeim eiginleikum að geta ráðist skipulega á verkefni. Hún tekur verkefnið, greinir það og finnur bestu mögulegu útkomu á því. Framkvæmir svo verkið. Prófar. Tekur svo næsta. Hún talar ekki um hlutina. Hún ræðst til verka. Hún gerir! Ekkert sem stendur í vegi hennar til að klára verkefnið hvort sem um ræðir að skoða tilkynningar í tölvupósti, Slack, Trello. Stelast á Facebook, fréttamiðla eða hvað þá laumast í símann og skoða Instagram og Snapchat. Það stelur enginn tíma af ofurhetjunni með því að pikka í öxlina. “Áttu tvær” er ekki til í hennar orðabók. Gamla góða context switch fær puttann 🖕

 

Þessum tímaþjófum til stuðnings að þá eru hér nokkrar sturlaðar staðreyndir hvernig meðalmaðurinn eyðir sínum dýrmæta tíma á hverjum degi.

  • 37 mín á Facebook
  • 27 mín á öðrum samfélagsmiðlum
  • 40 mín á YouTube
  • 1 klst á fundum. 50% af tímanum fer í ruslið (Atlassian)
  • 96 mín að vafra á netsíðum sem tengjast ekki beint vinnunni
  • 90 mín af daglegri vinnustaðatruflun (eins og þegar samstarfsaðilar spyrja spurninga)
  • 4 mín í að lesa þennan pistil 😂

 

Heimildin er ekki beint ritrýnd (búúú!) en maður gæti allt eins trúað þessari tölfræði. Tímaþjófurinn er nefnilega smám saman að koma úr felum og við farin að átta okkur á því hversu háð við erum tækni.

 

Ofurhetjan hlær að þeim sem festast fyrir framan svarta spegilinn þar sem þessi nútíma ofurhetja beinir allri sinni orku á eitt verkefni í einu. Eins einfalt og það hljómar að þá kallast þessi ofurkraftur einfaldlega, fókus.

Birgir Hrafn Birgisson

Birgir Hrafn Birgisson

[email protected]

Deila

Beautiful Kaktus