GIST Skipulag
Skipulagsnördar sameinist!

Höfundur
Birgir Hrafn Birgisson
Dagsetning
Les tími
2 min

Verkefnastjórinn Itamar Gilad hjá Google var orðinn leiður á því hversu oft hann þurfti að uppfæra verkáætlanir enda oft um að ræða stærri verkefni sem spönnuðu lengra tímabil (12-24m). Stöðug uppfærsla áætlana gerði það að verkum að erfitt væri að meta árangur í verkefnum og árekstrar í samskiptum milli hagsmunaaðila urðu tíðari.
Itamar fann svör í nýju skipulagi sem hann kallar GIST og stendur fyrir Goals (markmið), Ideas (hugmyndir), Step Projects (Verkefnin brotin niður í “stærri” einingar en ekki stærri en 10 vikna verkefni) og síðast má nefna Tasks (verk – þá eru þessi stærri verkefni brotin niður í smáeindir).
Hér koma nokkrir lykilpunktar GIST. Ég tek það fram að OKR markmiðasetningin, sem margir vilja tengja sig við þessa stundina, fellur vel innan GIST skipulagsins.
Think Big but Start Small!
1
Stórar hugmyndir
Ekki veðja á færri stórar hugmyndir sem taka endalausan tíma í framkvæmd. Prófaðu margar hugmyndir fljótt og eltu þær sem virka.
2
Hugmyndabankar
Hugmyndabankar í stað stærðarinnar verkefnalista.
3
OKR
Skýr markmið í anda OKR í stað óljósra yfirlýsinga.
4
Risaverkefni
Risaverkefnin eru brotin niður í verkefni sem spanna ekki lengri tíma en sem nemur 3 mánuði.