Um Okkur

Blogg

Verkefni

Um Kaktus

Kaktus Kreatives logo

Kaktus Kreatives stendur fyrir tilgang, tímasparnað & frumkvæði. Tilgangur okkar er að fá að vinna með fólki sem hefur ástríðu fyrir því sem það er að gera. Á stað þar sem metnaður, hugmyndir og framtíðarsýn mætast. Tímasparnaður skiptir notendur miklu máli þar sem sjálfvirkni kemur í stað handavinnu. Við viljum að okkar samstarfsaðilar upplifi frumkvæði í stað þess að vera alltaf að bregðast við hlutunum. Hættum að kalla vinnuna þjónustu og notum frekar samvinnu. Við viljum vinna hlutina saman!

Teymið

Birgir Hrafn Birgisson

CEO

[email protected]

Birgir hefur fengið að setja á sig hina ýmsu hatta og verið nátengdur daglegum rekstri í fyrri störfum meðal annars hjá Azazo og Sendiráðinu. Hann er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (MPM). Birgir hefur komið að fjölmörgum samstarfsverkefnum í gegnum fyrri störf með aðilum eins og N1, Vís, World Class, Húsasmiðjunni, Isavia og Forseta Íslands. 

Birgir er sérlegur áhugamaður um allt sem tengist skipulagi.

Björn Halldór Helgason

Listrænn stjórnandi

Björn Halldór er stafrænn hönnuður, tölvunarfræðingur, tónskáld og pabbi.

Hann hefur áður unnið sem sérfræðingur í hugbúnaðarlausnum hjá Wedo, Netheimi og Sendiráðinu. Jafnframt hefur Björn unnið með fyrirtækjum á borð við N1, Hyper Island, Össur, Festi, Íslandspósti, VÍS og Húsasmiðjunni.

Björn er einnig sérlegur áhugamaður um ný áhugamál.

Guðmundur Sigursteinn Jónsson

Guðmundur hefur unnið við hugbúnaðarþróun allt frá árinu 1999.
Hann hefur unnið við fjölda verkefna sem bæði frumkvöðull, forritari, sölustjóri og fleira, bæði hérlendis og erlendis. Tengingar við DK hugbúnað eru hans sérgrein, bæði birgða- og fjárhagskerfi sem og félagakerfi.
Guðmundur er mikill áhugamaður um koffín og er líklega einn stærsti styrktaraðili Nocco á Íslandi.

Orri Arnarsson

Orri hefur viðamikla þekkingu á þróun hugbúnaðar og tækni almennt.
Hann hefur unnið í hugbúnaðarverkefnum af öllum stærðum og gerðum, bæði hér heima og erlendis. Allt frá skýjalausnum fyrir HP International til smærri verkefna á borð við vefsíður smáfyrirtækja.
Hann er sérlegur áhugamaður um reiðhjól, útiveru og gott kaffi.

Þú?

Við leggjum mikið upp úr frumkvæði og áhuga á því sem við gerum.
Ekki hika við að hafa samband ef þú telur þig eiga samleið með okkur.

Beautiful Kaktus